Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Boston Celtics höfðu betur gegn Dallas Mavericks 93-102 á heimavelli Dallas í American Airlines Center. Paul Pierce gerði 29 stig í liði Boston og gaf 5 stoðsendingar en hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 28 stig og 5 fráköst.
Önnur úrslit næturinnar:
Philadelphia 84-98 Chicago
Miami 77-71 Charlotte
New Jersey 90-100 Toronto
Memphis 123-107 Golden State
Denver 97-102 Milwaukee
Utah 106-86 New Orleans



