Síðastliðna 4 daga hafa farið fram 64 liða úrslit í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Þetta árið hefur fárið fram úr björtustu vonum og minni spámenn hafa svo sannarlega sýnt það að þrátt fyrir að vera besta liðið á pappír þá fylgir því engin titill nema einfaldlega "Pappírs titillinn"
Árið í ár hefur verið frábært. 10 leikir hafa unnist með 3 stigum eða minna, 3 leikir með 1 stigi og í gær sigruðu Michigan State til Hauks Pálssonar , Maryland með "buzzer". Svo við höldum áfram að sletta þá hefur þetta ár einnig einkennst að þó nokkrum "upsets" Minni spámenn hafa verið að gera þeim sem hafa gerst svo djarfir að veðja á úrslitleikja lífið leitt. 12 leikir hafa farið þannig að lið sem sett var í lægra sæti hefur sigrað.
Þarna má sjá hetjur framtíðarinnar í NBA fara hamförum og má þar nefna John Wall frá Kentucky, Wes Johnson frá Syracuse, Evon Turner frá Ohio State og Sherron Collins frá Kansas. En þessir menn hafa nú verið nefndir sem 4 aðilar sem geta unnið til James Naismith verðlaunanna þetta árið sem er í raun besti leikmaður háskólaboltans. Eftir að hafa séð til Wes Johnson í gærkvöldi þá telur undirritaður að hann muni hreppa hnossið.
Sweet Sixteen munu verða leikinn á fimmtudag og föstudag nk. Ballið heldur áfram og andvökunætur hjá þeim hörðustu eru framundan. Hvílík skemmtun !!



