LA Lakers og Cleveland Cavaliers, bestu lið NBA deildarinnar, unnu bæði sína leiki í nótt. Cavs unnu hið vonlausa lið Detroit, 104-79, og Lakers unnu Washington, 99-92, en Wizards hafa nú tapað ellefu leikjum í röð.
Þetta var sjöundi sigurleikur Cavs í röð og sá sjötti hjá Lakers, en þeir voru án miðherjans Andrew Bynum, sem verður sennilega frá vegna meiðsla í tvær vikur.
Í öðrum leikjum í nótt má nefna að Atlanta Hawks unnu góðan sigur á SA Spurs í framlengdum leik, Houston vann NY Knicks og Phoenix vann Portland.
Úrslit næturinnar/Tölfræði og video:
New York 112 Houston 116
Indiana 121 Oklahoma City 101
LA Clippers 89 Sacramento 102
Cleveland 104 Detroit 79
Atlanta 119 San Antonio 114
LA Lakers 99 Washington 92
Phoenix 93 Portland 87



