spot_img
HomeFréttirTommy Johnson ekki með KR í kvöld

Tommy Johnson ekki með KR í kvöld

 
Tommy Johnson tekur út leikbann í kvöld þegar deildarmeistarar KR taka á móti ÍR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tók málið fyrir eftir að Stjarnan hafði kært framferði Johnsons í viðureign liðanna þann 12. mars síðastliðinn.
Stjarnan framvísaði myndbroti af broti Johnsons þar sem hann á í klafsi við leikmann Stjörnunnar. Vesturbæingar verða því án Tommy Johnsons í kvöld gegn ÍR en hann verður gjaldgengur á nýjan leik í annarri viðureign liðanna sem fram fer í Seljaskóla.
 
Ljósmynd/ [email protected]  – Mönnum var heitt í hamsi í Ásgarði þann 12. mars síðastliðinn og eftirmálar þess leiks eru að Tommy Johnson fær eins leiks bann.
Fréttir
- Auglýsing -