spot_img
HomeFréttirMetnaður og spennandi hugmyndir

Metnaður og spennandi hugmyndir

 
Finnbogi Magnússon tók við formennsku í Körfuknattleiksfélagi FSU, þegar ný stjórn var kosin á aðalfundi félagsins nýverið. En hver er maðurinn og hvers vegna er hann orðinn formaður í körfuboltafélagi? 

 

„Ég er mikill áhugamaður um körfubolta og spila reglulega til gamans en aðalstarf mitt er framkvæmdastjórn fyrirtækisins Jötunn Véla á Selfossi. Undanfarin ár hef ég starfað með góðum hópi manna við uppbyggingu félagsins undir forystu Brynjars Karls og hef í gegnum þau störf heillast af þeirri hugmyndafræði og mikla metnaði sem einkennt hefur þjálfun og uppbyggingu leikmanna. Hún miðast öll við að skapa afreksmenn í körfubolta sem jafnframt eru vel agaðir og skipulagðir einstaklingar og góðir námsmenn. Þegar ljóst varð að Brynjar Karl hyggðist draga sig til hlés og einbeita sér að rekstri fyrirtækis síns, Sideline Sports, byrjuðum við strax að undirbúa okkur fyrir framhaldið og erum á fullu þessa dagana að vinna þá undirbúningsvinnu sem við teljum nauðsynlega til að geta haldið uppbyggingu félagsins áfram“.

Lesa viðtalið í heild sinni undir liðnum Greinar hér á Karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -