Portland Trail Blazers virðist ætla að takast að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að mikil meiðsli hafi herjað á liðið í vetur. Þeir unnu hina sjóðheitu Dallas Mavericks í nótt, 101-89, og hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Dallas eru á meðan í harðri baráttu við Utah Jazz og Denver Nuggets um annað sætið í Vesturdeildinni þar sem öll liðin eru hnífjöfn.
Í öðrum leikjum næturinnar unnu LA Clippers sigur á Houston Rockets, 93-99, og Miami Heat rústuðu Chicago Bulls á þeirra eigin heimavelli, 74-103. Sá leikur var í raun búinn í hálfleik þegar staðan var 63-33.
Mynd/nba.com – LaMarcus Aldridge skoraði 20 stig og tók 10 fráköst gegn Dallas í nótt.



