spot_img
HomeFréttirKR hefur vinninginn þetta tímabilið

KR hefur vinninginn þetta tímabilið

 
Sex sinnum hafa Hamar og KR mæst á þessari leiktíð, KR hefur vinninginn 4-2. Hamarskonur unnu þó leiki sem KR hefði síst viljað tapa, bikarleik og svo síðasta heimaleik KR í deildinni þegar þær fengu afhentan deildarmeistaratitilinn. Hvergerðingar eru því orðnir nokkurskonar sérfræðingar í því að spilla gleðinni í Vesturbænum. Liðin mætast því í sjöunda sinn í kvöld þetta tímabilið þegar úrslitaviðureign liðanna hefst í DHL-Höllinni kl. 19:15.
KR og Hamar luku keppni í tveimur efstu sætum deildarinnar og sátu því hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Á meðan KR og Hamar biðu þá lagði Keflavík Snæfell og Haukar sendu Grindavík í sumarfrí. Í næstu umferð mættust svo Hamar og Keflavík og svo KR og Haukar. KR sópaði Haukum 3-0 út í sumarið en Keflavík og Hamar þurftu að spila oddaleik til að skera úr um hvort liðið færi áfram. Hamar vann eftir spennuleik í Hveragerði.
 
Þetta er þá í fyrsta sinn í sögu Körfuknattleiksdeildar Hamars sem lið frá félaginu leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki. KR aftur á móti er að leika í lokaúrslitum þriðja árið í röð en alls hefur kvennalið félagsins 13 sinnum orðið Íslandsmeistari
 
Leikir liðanna í vetur:
 
Poweradebikarinn – 4. október 2009
KR 67-63 Hamar (KR 1-0 Hamar)
 
IEX deildin – 11. nóvember 2009
Hamar 50-62 KR (KR 2-0 Hamar)
 
Subwaybikarinn – 6. desember 2009
KR 64-74 Hamar (KR 2-1 Hamar)
 
IEX deildin – 13. janúar 2010
KR 77-49 Hamar (KR 3-1 Hamar)
 
IEX deildin – 3. febrúar 2010
Hamar 75-79 KR (KR 4-1 Hamar)
 
IEX deildin – 24. febrúar 2010
KR 69-72 Hamar (KR 4-2 Hamar)
 
Fréttir
- Auglýsing -