Fyrirliði Vals, Sigmar Egilsson, mun ekki leika meira á tímabilinu vegna meiðsla sem hann hlaut
í oddaleik Vals og Skallagríms. Sigmar handarbrotnaði illa í leiknum í návígi við Konrad Tota leikmann Skallagríms.
Þrátt fyrir að hafa spilað handarbrotinn í einhverjar mínútur í leiknum þá kom í ljós í skoðun eftir leik að höndin var það illa farin að Sigmar mun ekki leika með liði sínu í úrslitarimmunni gegn Haukum en rimma liðanna hefst í kvöld.
Sigmar hefur gert 5,2 stig að meðaltali í leik fyrir Valsmenn í vetur, tekið 3,3 fráköst og gefið 2,1 stoðsendingu.
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski: Sigmar til varnar í oddaleiknum, Konrad Tota sækir að.



