spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: KR og Keflavík áfram?

Leikir dagsins: KR og Keflavík áfram?

 
Auk þess sem yngri flokkarnir verða á fullri ferð í allan dag þá fara meistaraflokkarnir á stjá þegar degi tekur að halla. KR og Keflavík geta með sigrum í kvöld tryggt sig áfram í undanúrslit Iceland Express deildar karla er liðin halda af stað í sinn annan leik gegn ÍR og Tindastól. Þá hefst einvígi Hauka og Vals í úrslitum 1. deildar karla.
KR leiðir 1-0 í einvíginu gegn ÍR eftir öruggan sigur í Vesturbænum. Keflavík leiðir 1-0 gegn Tindastól eftir sigur í Toyota-höllinni. Tommy Johnson verður í röndóttu í kvöld en hann lék ekki með KR í fyrstu viðureign deildarmeistaranna gegn ÍR þar sem hann tók út leikbann.
 
Í 1. deild karla voru það Haukar sem sendu Þór Þorlákshöfn í sumarfrí og komust þannig í úrslit en Valsmenn unnu oddaleikinn gegn Skallagrím. Haukar eiga heimaleikjaréttinn í seríunni en Valsmenn leika án Sigmars Egilssonar sem handarbrotnaði í oddaleiknum gegn Skallagrím.
 
Þá mætast Þór Akureyri og Fjölnir í sínum öðrum úrslitaleik í 1. deild kvenna. Fjölnir vann fyrsta leikinn með 40 stiga mun og vinni þær sigur í dag hafa þær tryggt sér sæti í Iceland Express deild kvenna á næstu leiktíð. Leikur liðanna hefst kl. 15:30 í Síðuskóla í dag.
 
Leikir dagsins:
 
15:30 Þór Akureyri – Fjölnir
17:00 ÍR-KR (Beint á Stöð 2 sport)
19:15 Tindastóll-Keflavík
19:15 Haukar-Valur
 
Allir á völlinn!
 
Fréttir
- Auglýsing -