Önnur viðureign KR og ÍR í 8-liða úrslitum Iceland Express deildar karla hófst kl. 17:00 í Seljaskóla í dag og nú hefur verið blásið til hálfleiks. KR leiðir 42-53 í hálfleik þar sem Finnur Magnússon hefur farið mikinn í liði gestanna með 14 stig og 4 fráköst.
Hjá ÍR hefur Robert Jarvis verið potturinn og pannann með 23 stig og 3 stoðsendingar. KR-ingar sigu hægt fram úr í öðrum leikhluta en Jarvis hefur haldið ÍR við efnið með vel tímasettum þriggja stiga körfum.
Nánar síðar…



