spot_img
HomeFréttirHaukar einum sigri frá Iceland Express deildinni

Haukar einum sigri frá Iceland Express deildinni

 
Haukar lönduðu öruggum sigri gegn Val á Ásvöllum í kvöld og eru því aðeins einum sigri frá sæti í Iceland Express deildinni að ári. Haukar mættu tilbúnir til leiks og höfðu strax náð forskotinu í upphafi leiks. Í öðrum leikhluta stungu þeir gestina af og höfðu 14 stiga forskot í hálfleik. 
Haukar voru að spila ágætis vörn og tókst að loka á lang flesta sóknarmöguleika gestanNa, en aðeins þrír leikmenn skoruðu stig í fyrri hálfleik fyrir Val. Haukar höfðu á endanum 19 stiga sigur, 88-69. Stigahæstur í liði Haukar var Semaj Inge með 27 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Næstir voru Óskar Ingi Magnússon með 17 stig og Davíð Hermannsson með 11 stig. Hjá Val var Byron Davis stigahæstur með 28 stig en næstir voru Hörður Hreiðarsson með 18 stig og 11 fráköst, og Björgvin Valentínussarson með 7 stig.
 
Heimamenn byrjuðu leikinn vel og komust í 5-0 strax á fyrstu mínú leiksins. Stuttu seinna voru þeir komnir í 7-2 og þannig stóðu tölurnar þegar fjórar mínútur voru liðnar. Það gekk lítið hjá Valsmönnum að setja skotin ofaní framan af en þegar leið á leikhlutan fundu þeir fjölina. Liðin skiptust á að leiða leikinn og þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum höfðu heimamann yfir 14-12. Haukum tókst svo að bæta í forskotið á lokamínútunni og höfðu 5 stiga forskot þegar leikhlutanum lauk, 19-14.
 
Valsmenn fóru virkilega illa að ráði sínu í upphafi annars leikhluta og hentu boltanum ítrkekað frá sér. Þetta nýttu heimamenn sér vel og þegar tvær mínútur voru liðnar tók Yngvi Gunnlaugsson leikhlé fyrir gestina, 26-14. Valsmönnum tókst hins vegar ekki að brjóta niður góðan varnarleik Hauka og því munaði enn 12 stigum á liðunum þegar annar leikhluti var hálfnaður, 32-20. Haukar tóku svo leikhlé þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum en þá höfðu gestirnir skorað 6 stig í röð og munaði 8 stigum á liðunum, 34-26. Haukar voru þó ekki lengi að svara því en munurinn á liðunum var aftur kominn upp í 14 stig þegar flautað var til hálfleiks, 42-28.
 
Óskar Ingi Magnússon var atkvæðamestur heimamanna í hálfleik með 15 stig en næstir voru Semaj Inge með 13 stig og Ingvar Guðjónsson með 6 stig. Hjá Valsmönnum var Byron Davis með meira en helming stigana með 16 stig en næstir voru Hörður Hreiðarsosn með 8 stig og Guðmundur Kristjánsson með 4 stig.
 
Haukar mættu tilbúnir til leiks í seinni hálfleik og juku forksotið hægt og rólega. Valsmenn voru að fara illa að ráði sínu gegn sterkri vörn heimamanna og þegar leikhlutinn var hálfnaður munaði 21 stigi á líðunum, 56-35. Þessu forskoti héldu heimamenn og virtust gestirnir hreinlega ekki hafa nein svör við góðum leik Hauka. Yngvi Gunnlaugsson tók svo leikhlé þegar tæplega tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og Haukar náð 25 stiga forskoti, 65-40. Valsmenn áttu hins vegar seinustu 6 stig leikhlutans og því munaði 19 stigum þegar einn leikhluti var eftir, 65-46.
 
Haukar gerðu lítið úr öllum tilraunum Valsmanna til þess að komast aftur inní leikinn með því að labba í gegnum varnarleik gestana trekk í trekk. Davíð Hermannsson skoraði 7 stig í röð fyrir heimamenn og virtist mega skjóta að vild. Þegar leikhlutinn var hálfnaður munaði 20 stig á liðunum, 77-57. Pétur Ingvarsson tók leikhlé fyrir Hauka þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Valsmenn höðu þá náð stuttu áhlaupi og minnkað muninn niður í 15 stig, 77-62. Það dugði þó skammt því Haukar hleyptu þeim ekki nær en það og höfðu á endanum 19 stiga sigur, 88-69.
 
 
Umfjöllun: Gísli Ólafsson
Fréttir
- Auglýsing -