Helgi Magnússon og liðsfélagar í Solna Vikings eru komnir í 2-1 gegn Sodertalje í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar en liðin mættust í sínum þriðja leik á heimavelli Solna í gærkvöldi.
Helgi skoraði 10 stig í leiknum sem Solna vann 78-73. Liðin mætast svo aftur annað kvöld og þá á heimavelli Sodertalje þar sem Solna getur tryggt sig inn í undanúrslitin með sigri.
Jakob Örn Sigurðarson og Sundsvall Dragons taka svo á móti Uppsala í kvöld þegar liðin mætast í sínum þriðja leik í úrslitunum. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir sinn hvorn heimasigur liðanna en Sundsvall á heimaleikjaréttinn í einvíginu.



