Tommy Johnson fór úr lið á fingri í annarri viðureign KR og ÍR í 8-liða úrslitum Iceland Express deildar karla. Atvikið átti sér stað í fjórða leikhluta og hélt Tommy rakleiðis á bekkinn þar sem hann fékk aðhlynningu sjúkraþjálfara.
,,Fingurinn fór úr lið en sem betur fer er ekkert brot eða slit. Hann mætir á æfingu í kvöld,“ sagði Páll Kolbeinsson þjálfari KR í samtali við Karfan.is.
Þessi meiðsli á Tommy komu ekki að sök því þegar hann hélt af velli var sýningin hafin hjá KR sem léku við hvurn sinn fingur í Seljaskóla og sópuðu ÍR út í sumarið.
Ljósmynd/ [email protected] – Tommy heldur um fingur sér eftir að hann fór úr lið.



