Solna vann Sodertalje 61-78 í gærkvöldi í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum í sænsku úrvalsdeildinni. Þar með er Solna komið í undanúrslit en einvíginu lauk 3-1 Solna í vil.
Helgi skoraði 9 stig en Solna mætir Norrkoping í undanúrslitum.
Norrkoping tók Boras 3-0 og Plannja vann Gothia 3-0 en sigurvegari úr viðureign Sundsvall og Uppsala mætir Plannja.
Fjórði leikur Sundsvall og Uppsala verður í kvöld og þá kemur í ljós hvort að Jakob og félagar nái að knúa fram oddaleik.



