Ákveðið hefur verið að halda hið árlega Molduxamót fyrir 40 ára og eldri laugardaginn 17. apríl en mótið mun fara fram í „Síkinu“ á Sauðárkróki.
Keppt verdur bæði í karla og kvennaflokkum og einnig gefst einstaklingum kostur á að skrá sig og verða sett saman lið fyrir alla þá sem gera það.
Þáttökugjaldið er kr. 2.500 á hvern þátttakanda.
Að sjálfsögðu verður kvöldvaka eftir mótið og er rétt að minna á að ef lið eða einstaklingar hafa eitthvað skemmtilegt fram að færa eins og skemmtiatriði, sögur, branda, ræður (ekki of langar samt), dans, söng eða bara eitthvað á kvöldvökunni, þá er það velkomið.
Þeir sem eru með spurningar varðandi mótið er bent á að senda fyrirspurnir á [email protected] sem svarar öllu sem við kemur mótinu.
Heimasíða mótsins: www.molduxar.is



