LA Lakers hristu af sér slenið og lögðu Utah Jazz að velli í nótt, 106-92. Cleveland Cavaliers héldu uppteknum hætti og unnu Atlanta í toppslag Austurdeildarinnar, 93-88, en NY Knicks töpuðu fyrir Golden State Warriors þrátt fyrir magnaðan leik David Lee sem skoraði 37 stig, tók 20 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lee varð með þessu sá fyrsti í NBA til að eiga 30-20-10 leik síðan náungi að nafni Kareem Abdul-Jabbar lék þann leik árið 1975.
Úrslit næturinnar/Tölfræði og video
Charlotte 87 Milwaukee 86
Indiana 96 Miami 105
Washington 87 Chicago 95
Boston 114 Houston 119
Detroit 94 Phoenix 109
Memphis 107 New Orleans 96
Cleveland 93 Atlanta 88
San Antonio 112 Orlando 100
Golden State 128 New York 117
LA Lakers 106 Utah 92



