Íslensku liðin sem sváfu á parketinu í Taaljehallen fengu ekki friðsælan svefn. Húsvörður kveikti á ljósum kl. 6 um morgunninn, en slökkti á þeim stuttu seinna, fyrr um nóttina komu inn hópur af dönskum stelpum og sváfu nálægt Haukastrákum og trufluðu þá. Liðin áttu að fara á fætur kl. 8 og tæma salinn fyrir 9. Einhverra hluta fengu krakkarnir að liggja á dýnunum klukkutíma lengur. Dómaranefnd Fiba og um 100 dómarar sem áttu að fara á dómararnámskeið kl. 9 í salnum voru ekki ánægðir með það.
Íslensku liðin fóru síðan niður í bæ, nutu góða veðursins, kíktu í búðir og fengu sér að borða.
KR 1996 lék fyrst við finnska liðið Topo. Þetta var skrýtinn leikur. KR vann fyrstu lotuna og sú þriðja var í jafnvægi. Samt tapaði KR leiknum með 45 stiga mun. Þetta var alltof stórt tap fyrir mjög góðu finnsku liði.
Haukar 1996 léku á móti finnsku KFUM liði og staðan var 15-15 þegar lítið var eftir af fyrstu lotunni. Haukar léku sæmilega í þeirri lotu. Síðan hrundi leikur liðsins og þeir töpuðu með 39 stiga mun. Í finnska liðinu var mjög stór miðherji sem gerði næstum því allt. Spennustigið hjá Haukunum var nokkuð hátt og þeir eiga að geta gert miklu betur.
Svipað gerðist hjá Fjölni 1997. Þeir töpuðu með um 20 stigum í leik sem hefði átt að fara betur. Margir leikmenn voru of spenntir og ekki tilbúnir í leikinn.
UMFN 94 mættu rétt stemmdir í sinn leik. Lið UMFN er gott og þjálfarinn kann sitt fag. UMFN byrjaði leikinn með góðri 1-2-2 miðjupressu sem endaði megð góðir gildru og féllu niður í 2-3 svæði síðan. Þetta virkaði vel í vörninni og í sókninni nelgdu þeir niður þristum að íslenskum sið. UMFN komst í 16-0. Sænska liðið vann sig hægt og rólega inn í leikinn og náði að minnka muninn niður í 4 stig. Þetta lið var í fimmta sæti á mótinu í fyrra og átti mann í úrvalsliðinu. Svíarnir léku mjög vel í seinni hálfleik en UMFN átti alltaf svar, enda með hörku körkukörfuiknattleiksmenn sem kunna að vinna og með íþróttahausinn í lagi.Fyrstu sjö leikmenn UMFN áttu allir góða sprett.
Þegar þetta er ritað voru ekki kominn staðfest úrslit hjá KR 1995.



