Staðan er 45-42 fyrir Hamar gegn KR í fjórðu úrslitaviðureign liðanna sem nú fer fram í Hveragerði. Fyrri hálfleikur hefur verið fjörugur en Julia Demirer hefur verið yfirburðaleikmaður á vellinum og er komin með 18 stig og 16 fráköst í liði Hamars.
Hjá KR eru þær Hildur Sigurðardóttir og Jenny Finora báðar komnar með 12 stig en Finora er búin að smella niður 4 af 5 þristum sínum til þessa.
Það er því von á spennandi síðari hálfleik enda hefur sá fyrri verið mjög fjörugur. KR-ingar leiddu mestan hlutann í fyrri hálfleik en Hamarskonur gerðu sex síðustu stig fyrri hálfleiks og þar með talin er þriggja stiga flautukarfa hjá Koren Schram.
Nánar síðar…
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski



