Það verður oddaleikur í úrslitaseríu KR og Hamars í Iceland Express deild kvenna þar sem Hamarskonur voru rétt í þessu að vinna fjórða leik liðanna 81-75. Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda en Hamar hafði sigur og því er staðan í einvíginu 2-2. Julia Demirer fór hamförum í liði Hamars í dag með 23 stig og 26 fráköst. Skrímslatvenna hér á ferðinni!
Þær Unnur Tara Jónsdóttir og Hildur Sigurðardóttir voru með 18 stig í liði KR en Vesturbæingar komust yfir á lokasprettinum en Hamarskonur sem leitt höfðu mest allan fjórða leikhluta ætluðu sér ekki að horfa upp á KR verða Íslandsmeistara á sínum heimavelli og kláruðu dæmið 81-75.
Nánar síðar…



