Einn skotviss kappi er á leið út í heim með Iceland Express eftir vel heppnaðborgarskot í Hveragerði í dag. Tveir lukkulegir áhorfendur úr stúkunni gripu Iceland Express boltann og mættu niður á gólf í leikhléinu milli fyrsta og annars leikhluta í viðureign Hamars og KR.
Sverrir Hjörleifsson var annar þeirra sem fékk að spreyta sig á borgarskotinu fræga og bar sig vel, það vel að boltinn fór ofan í og flugmiði fyrir tvo með Iceland Express beið hans fyrir vikið.
Skemmst er frá því að segja að Sverrir hefur nú lagt sitthvað af mörkum til körfuboltans á Íslandi sem leikmaður, stjórnarmaður og nú framleiðandi en dætur hans Helena og Guðbjörg hafa farið mikinn síðustu ár og var Sverrir staddur í Hveragerði í dag að fylgjast með Guðbjörgu sem leikur með Hamri. Helena leikur eins og kunnugt er með Texas Christian University háskólaliðinu í Bandaríkjunum.
Ljósmynd/ [email protected] – Sverrir sáttur með lífið og tilveruna í Hveragerði enda ekki á hverjum degi sem menn setj´ann frá miðju!



