spot_img
HomeFréttirDuke í úrslitaleikinn

Duke í úrslitaleikinn

Duke lið Mike Krzyzewski er komið í úrslit NCAA háskólaboltans eftir stóran sigur á West Virginia 78-57. Verður þetta fyrsti úrslitaleikur Duke síðan árið 2001 en Butler sem þeir mæta í úrslitum eru að spila sinn fyrsta úrslitaleik.
Duke var sterkari aðilinn allan leikinn og leiddu mest allan tímann. Munurinn var ávallt um 10-12 stig en í hálfleik munaði 8 stigum.
 
Í seinni hálfleik juku þeir muninn um miðjan hálfleikinn og unnu sanngjarnan sigur.
 
Stigahæstur í liði Duke var Jon Scheyer með 23 stig, Kyle Singler setti 21 og Nolan Smith var með 19.
 
Hjá West Virginia var Wellington Smith með 12 stig og stigahæstur.
 
Úrslitaleikurinn verður á mánudagskvöld.
 
Sjá einnig:
 
Mynd: Brian Zoubek og Kyle Singler leikmenn Duke Blue Devils fagna því að vera komnir í úrslitaleikinn
 
 
Fréttir
- Auglýsing -