Haukar 96 byrjuðu laugardaginn á því að leika við Hörsholm og Hafnfirðingar unnu þann leik með 37 stiga mun, 71-33. Vörnin hjá Haukum var mjög góð, en veikindi hjá Hörsholm veikti það lið aðeins. Þess ber að geta að lykilleikmaður hjá Haukum var meiddur og lék ekki. Haukar léku því aðeins einn leik þennan dag og fá síðan úrslitaleik um 9.-10. sæti á sunnudag.
KR 96 lenti í enn einum morgunleik. Núna hófst uppnhitunin með því að fara í sturtu. Andstæðingar KR var finnska liðið MaSu. Það lið var ótrúlega hávavaxið og sóknarleikurinn byggðist á því að skora eftir sóknarfráköst og víti. KR lék vel í þrjár lotur og var yfir 7 stig þegar síðasta lotan byrjaði. Ekkert gekk hjá KR í sókninni í síðustu lotunni og skoraði liðið aðeins 1 stig og tapaðist leikurinn með 5 stigum. Þetta var mjög súrt tap. Það var því hlutskipti KR að leika tvo leiki um 11.-13. sæti. KR tók finnska liðið létt með stórgóðum leik, 84-65 og unnu vængbrotið lið Hörsholm, 69-37. KR lenti því í 11. sæti. Betri umfjöllun um KR 96 má finna á bloggsíðu KR 96 liðsins.
KR 95 lék morgunleik við Hörsholm. Það lið er besta lið Danmerkur. KR var í góðum séns í þeim leik en tapaði með 2 stigum. Þetta var mjög mjög súrt tap og von um verðlaunasætið farin út í veður og vind. KR lék næst við norska liðið Sandvika. Sá leikur endaði með góðum 10 stiga sigri KR.
Fjölnir 97 hafa átt erfitt mót. Þeirra úrslitaleikur var á móti Alvik. Sá leikur tapaðist naumt. Fjölnismenn voru ekki nægilega vel stemmdir í þessum leik.
Njarðvíkurhetjurnar í 95 héldu áfram sínu striki. Þeir rústuðu sínum riðli. Vegna óvæntra úrslita og riðlaskiptingar þá fengu þeir heimamenn í SBBK í áttaliða úrslitum. Það lið er mjög gott, lentu í öðru sæti í fyrra, erum með góðan strák upp á 209 cm gerir nánast allt á vellinum. Njarðvíkurljónin héldu áfram að rústa andstæðingum sínum og unnu góðan sigur, 65-49. UMFN leikur því undanúrslitaleik eftir hádegi á sunnudaginn. Stórgóða umfjöllun um UMFN má finna á heimasíðu félagsins.
Veðrið var frábært á laugardaginn. Sól, logn og hitinn fór upp í 15 stig.
Ljósmynd/ Þór Hauksson – Frá Scania Cup 2010



