Nú þegar flestir eru í fríi og njóta þess að vera í rólegheitum um páskana eru landsliðsdrengirnir í U-18 á æfingum hjá Bárði Eyþórssyni og æfa stíft þessa dagana í undirbúningi fyrir Norðurlandamótið í maí.
Verið er að fara yfir kerfin, skot og tækniæfingar og einnig eru spilaðir æfingaleikir til að sjá hvernig liðið spilar og hvað má betur fara. Miklir taktar og tilþrif fóru fram í gær þegar Karl West Karlsson leit við á æfingu í Grafarvogi.
Karl West Karlsson



