Tveir leikir fara fram í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í kvöld en það eru rimmur KR og Snæfells annarsvegar og hinsvegar Keflavíkur og Njarðvíkur hinsvegar. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15. KR hefur heimaleikjaréttinn gegn Snæfell og því mætast liðin í Vesturbænum í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá mætast Keflavík og Njarðvík í Toyota-höllinni þar sem Keflavík á heimaleikjaréttinn í seríunni.
KR-Snæfell
KR vann báðar deildarviðureignir liðanna þessa leiktíðina, þá fyrri í Vesturbænum 97-91 og þá síðari í Stykkishólmi 86-90 þar sem deildarmeistaratitillinn fór á loft.
Keflavík-Njarðvík
Liðin unnu sinn hvorn heimaleikinn, Njarðvík vann fyrrri deildarviðureignina 76-63 en Keflavík þá síðari 82-69. Þessi lið mættust í 8-liða úrlsitum í fyrra þar sem Keflavík sópaði Njarðvík út í sumarið 2-0.
Fjölmennum á vellina í kvöld!



