spot_img
HomeFréttirFjölmennt í Orkuveitubúðum Skallagríms

Fjölmennt í Orkuveitubúðum Skallagríms

 
Orkuveitubúðir körfuknattleiksdeildar Skallagríms voru haldnar mánudaginn 29. mars og þriðjudaginn 30. mars. Fyrri daginn mættu til leiks 112 börn í 1-5 bekk.
Búðirnar byrjuðu kl. 11.00, allir fengu merktan bol og svo hófst dagskráin Kl. 12-12.30 var matarhlé þar sem allir fengu samloku, banana og safa. Síðan var stöðvaþjálfun til kl. 14.30 og spilað síðasta hálftímann. Kl. 15.00 fengu allir pizzu og fóru svo í sund. Seinni daginn var sama dagskrá fyrir 50 krakka í 6-10 bekk.
 
Fjöldi góðra gesta mætti í búðirnar og má sjá nánar um það hér.
 
Ljósmynd/ www.skallagrimur.is – Frá Orkuveitubúðunum
Fréttir
- Auglýsing -