Utah Jazz lögðu Oklahoma City Thunder að velli í eftirminnilegum framlengdum leik í nótt, 139-140, þar sem Deron Williams og Kevin Durant áttu báðir stórleiki.
Durant gerði 45 stig og Williams 42, en það var Williams sem tryggði sigurinn með körfu þegar 1 sek var til leiksloka. Durant fékk svo færi á að vinna leikinn á ögurstundu en CJ Miles varði 3ja stiga skot hans. Þessi sigur skaut Jazz upp í annað sæti Vesturdeildarinnar, en þetta var í fyrsta skipti í 20 ár sem Jazz skora 140 stig eða meira.
Meðal annara úrslita í nótt má geta þess að NY Knicks lögðu Boston Celtics þar sem Danilo Gallinari skoraði 31 stig, en þeir grænu áttu afleitt kvöld í Madison Square Garden.
Þá unnu Cleveland Cavaliers sigur á Toronto Raptors í miklum baráttuleik þar sem Chris Bosh, helsta stjarna Raptors þurfti að fara af velli með brotið kinnbein og nef. Það kemur þeim afar illa því að liðið er að berjast um síðasta úrslitakeppnissætið í Austurdeildinni.
Loks mistókst Don Nelson að komast í toppsæti sigursælustu þjálfara allra tíma þegar Golden State töpuðu fyrir Wahsington.
Úrslit næturinnar/Tölfræði og video
Cleveland 113 Toronto 101
Washington 112 Golden State 94
Philadelphia 103 Detroit 124
Charlotte 109 Atlanta 100
New York 104 Boston 101
Chicago 74 Milwaukee 79
Memphis 103 Houston 113
Utah 140 Oklahoma City 139
Sacramento 86 San Antonio 95



