spot_img
HomeFréttirSolna fékk skell í fyrsta leik

Solna fékk skell í fyrsta leik

 
Helgi Már Magnússon gerði 7 stig, tók 2 fráköst og stal 2 boltum í gærkvöldi þegar lið hans Solna Vikings lá 86-62 gegn Norrköping í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Solna byrjaði vel og leiddi 22-16 eftir fyrsta leikhluta en heimamenn í Norrköping unnu á og höfðu að lokum 24 stiga sigur.
Andrew Mitchell var stigahæstur hjá Solna með 18 stig en í sigurliði Norrköping var Joakim Kjellbom með 16 stig.
 
Liðin mætast svo í sínum öðrum leik á sunnudag en þá fer leikurinn fram á heimavelli Solna í Solnahallen en sá heimavöllur ætti að vera mörgum ungum körfuknattleiksiðkendum á Íslandi að góðu kunnur þar sem Norðurlandamót unglinga fer þar fram ár hvert.
 
Fréttir
- Auglýsing -