spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Taka tvö í Hólminum

Leikir dagsins: Taka tvö í Hólminum

 
Önnur undanúrslitaviðureign KR og Snæfells fer fram í Stykkishólmi í kvöld kl. 19:15. Staðan í einvíginu 1-0 Snæfell í vil eftir að Hólmarar höfðu frækinn 84-102 sigur í Vesturbænum á mánudaginn var.
Í fyrsta leiknum munaði aðeins þremur stigum á liðunum í hálfleik en Snæfell skipti um gír í þeim síðari og raðið niður hverjum þristinum á fætur öðrum. Páll Kolbeinsson þjálfari KR sagði eftir leik að það hefði verið gott að taka út lélega leikinn strax en að sama skapi var Hlynur Bæringsson að vonum kátur með sigurinn og sagði leikplan Hólmara hafa gengið upp.
 
Hvað verður í kvöld skal ósagt látið en síðast þegar liðin mættust í Stykkishólmi hafði KR betur þar sem deildarmeistaratitillinn fór á loft.
 
Snæfell-KR
Leikur 2
Undanúrslit í Iceland Express deild karla
Kl. 19:15
 
Fréttir
- Auglýsing -