Íslandsmeistarar KR leiða 34-52 gegn Snæfell í Stykkishólmi þegar blásið hefur verið til hálfleiks í annarri undanúrslitaviðureign liðanna. Vesturbæingar hafa leikið við hvurn sinn fingur og hreinlega sprengt upp varnir Hólmara síðustu 20 mínútur.
Morgan Lewis er kominn með 9 stig í liði KR en Pavel Ermolinskij hefur verið að misþyrma Hólmurum og er kominn með 8 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá Snæfell er Hlynur Bæringsson kominn með 11 stig og 8 fráköst.
Nánar síðar…
Ljósmynd/ [email protected] – Pavel Ermolinskij er að finna sig í Hólminum þessar mínúturnar.



