spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Kemur sá sjöundi hjá Keflavík?

Leikir dagsins: Kemur sá sjöundi hjá Keflavík?

 
Erkifjendurnir Njarðvík og Keflavík mætast í sínum öðrum undanúrslitaleik í kvöld í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík en Keflavík leiðir einvígið 1-0 eftir 89-78 sigur í Toyota-höllinni í fyrsta leik liðanna.
Fréttablaðið greinir frá því í dag að með sigri í kvöld geti Keflvíkingar unnið sinn sjöunda sigur í röð á Njarðvík í úrslitakeppninni. Keflavík sópaði Njarðvík út í fyrra 2-0 en þar áður eða árið 2003 sópuðu þeir Njarðvíkingum 3-0 út úr undanúrslitum. Með sigrinum síðasta mánudag gera það sex sigurleiki í röð og því sá sjöundi í sjónmáli í kvöld.
 
Njarðvík-Keflavík
Undanúrslit karla
Leikur 2 í Ljónagryfjunni
Kl. 19:15
 
Fjölmennum á völlinn!
Fréttir
- Auglýsing -