spot_img
HomeFréttirBobcats í úrslitakeppnina í fyrsta sinn

Bobcats í úrslitakeppnina í fyrsta sinn

Charlotte Bobcats tryggðu sér sæti í úrslitakeppni NBA í fyrsta sinn í sex ára sögu félagsins þegar þeir lögðu New Orleans Hornets í nótt, 103-104. Bakvörðurinn DJ Augustin átti frábæran leik á lokakafla þessa dramatíska leiks, þar sem hann setti þrjár 3ja stiga körfur, þar á meðal sigurkörfuna 16 sek fyrir leikslok.
 
Toronto hangir enn á áttunda sætinu í Austurdeildinni, en er án Chris Bosh sem nef- og kjálkabrotnaði í síðasta leik. Þeir töpuðu fyrir Boston Celtics í nótt, 104-115, og þurfa Chicago Bulls nú aðeins einn sigur til að skjótast upp fyrir þá og hirða sætið í úrslitakeppninni.
 
Í Vesturdeildinni er ljóst hvaða lið komast áfram en síðustu leikir tímabilsins verða gríðarhörð barátta um heimavallarréttinn þar sem allt getur gerst.
 
Úrslit næturinnar:
 
Toronto 104 Boston 115
Indiana 113 New York 105
Orlando 121 Washington 94
Detroit 90 Atlanta 88
Miami 99 Philadelphia 95
Minnesota 107 Golden State 116
Houston 113 Utah 96
Oklahoma City 94 Denver 98
New Orleans 103 Charlotte 104
Milwaukee 108 New Jersey 89
Dallas 110 Memphis 84
Phoenix 112 San Antonio 101
LA Clippers 85 Portland 93
 
Fréttir
- Auglýsing -