Keflvíkingar leiða 36-51 gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni í annarri undanúrslitaviðureign liðanna í Iceland Express deild karla þegar blásið hefur verið til hálfleiks. Gestirnir í Keflavík hafa verið töluvert betri fyrstu 20 mínúturnar með þá Gunnar Einarsson og Draelon Burns í broddi fylkingar en báðir eru þeir komnir með 13 stig.
Hjá Njarðvíki hefur Guðmundur Jónsson verið beittastur framan af leik en hann er kominn með 10 stig hjá grænum sem eiga á brattann að sækja í síðari hálfleik.
Nánar síðar…
Ljósmynd/ Ísafjarðartröllið Sigurður Þorsteinsson sækir að Heimaklettinum Friðriki Stefánssyni.



