spot_img
HomeFréttirEl Clásico parketsins - Jón og félagar í Granada eru á heimavelli

El Clásico parketsins – Jón og félagar í Granada eru á heimavelli

Það verður sannkallaður stórslagur í kvöld í spænska boltanum í dag en þá etja kappi erkifjendurnir í Barcelona og Real Madrid en leikið er í Katalóníu. Það má gera ráð fyrir því að hvert þeirra 7.585 sæta sem eru í Palau Blaugrana heimavelli Barcelona verða fyllt. Barcelona ef efst í deildinni með 26 sigra og 2 töp. Real Madrid er í 2. sæti með 23 sigra og 5 töp. Granada lið Jóns Arnórs tekur á móti AyudaAcción. Hægt verður að fylgjast með Barca og Real í beinni útsendingu á heimasíðu ACB-deildarinnar www.acb.com
Barcelona vann sinn síðasta leik eftir framlengingu gegn Manresa á meðan Real Madrid tók nágranna sína frá Madrídarborg Estudientes í kennslustund.
 
Barcelona og Real Madrid eru nýbúin að há rosalega orrustu í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar þar sem Katalónubúar fóru með sigur af hólmi 3-1. Því má búast við hörkuleik á Spáni í dag.
 
Fjölmargir leikir eru í beinni útsendingu úr spænska boltanum á acb.com um helgina.

 
Mynd: Ricky Rubio fær að sýna snilli sína í dag en hann var arfaslakur um síðustu helgi með Barcelona í framlengdum sigurleik gegn Manresa
 
 
Fréttir
- Auglýsing -