spot_img
HomeFréttirGasol kom sterkur inn fyrir Lakers - Töp hjá Cleveland og Boston

Gasol kom sterkur inn fyrir Lakers – Töp hjá Cleveland og Boston

LA Lakers tryggðu sér toppsætið í Vesturdeild NBA með sigri á botnliði Minnesota í nótt, 88-97. Kobe Bryant og Andrew Bynum voru fjarri góðu gamni eins og í síðustu leikjum, en Pau Gasol kom sterkur inn og skoraði 29 stig og tók 15 fráköst.
 Á meðan töpuðu Cleveland Cavaliers fyrir Indiana Pacers, 113-116, og Boston Celtics lutu í gras á sínum eigin heimavelli, gegn Washington Wizards, 96-106.
 
Orlando Magic unnu NY Knicks, 118-103, og eru búnir að gulltryggja sér annað sætið í Austurdeildinni, en baráttan um áttunda sætið er í fullum gangi á milli Chicago Bulls og Toronto Raptors.
 
New Jersey, sem hafa varla verið með púls í allan vetur hafa hrokkið í gang síðustu vikur og settu mikið strik í þann reikning er þeir lögðu Bulls í nótt, 127-116, í tvíframlengdum leik þar sem nýliðinn Terrence Williams fór á komstum og var með þrefalda tvennu 27/13/10.
 
Nú eiga liðin flest umþrjá leiki eftir óspilaða og mun baráttan aðallega snúast um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.
 
Úrslit næturinnar / Tölfræði og video:
 
Orlando 118 New York 103
Philadelphia 90 Milwaukee 95
Cleveland 113 Indiana 116
Miami 99 Detroit 106
Boston 96 Washington 106
Atlanta 107 Toronto 101
New Orleans 103 Utah 114
Minnesota 88 LA Lakers 97
Oklahoma City 96 Phoenix 91
New Jersey 127 Chicago 116
San Antonio 99 Memphis 107
Houston 97 Charlotte 90
Portland 77 Dallas 83
 
Fréttir
- Auglýsing -