spot_img
HomeFréttirKR-Snæfell: Snæfell tekur 2-1 forystu

KR-Snæfell: Snæfell tekur 2-1 forystu

 
Þriðja undanúrslitaleik KR og Snæfells var rétt í þessu að ljúka þar sem Snæfell tók 2-1 forystu eftir 77-81 spennusigur gegn KR í DHL-Höllinni. Hlynur Bæringsson var með 19 stig í liði Snæfells og 15 fráköst en Morgan Lewis var stigahæstur hjá KR með 29 sig og 10 fráköst.
KR leiðir 65-62 að loknum þriðja leikhluta en það er allt í járnum hér í DHL-Höllinni. Lykilmenn beggja liða í bullandi villuvandræðum og liðin skiptast oft á forystunni. Spennandi lokasprettur framundan.
 
Staðan í hálfleik er 35-40 fyrir Snæfell sem áttu fínan lokasprett. Emil Þór Jóhannsson stal boltanum og skoraði fyrir Snæfell þegar 3 sekúndur voru til hálfleiks. Morgan Lewis hefur borið af í liði KR með 18 stig í hálfleik en Hlynur Bæringsson er kominn með 11 stig hjá Snæfell.
 
Staðan eftir 1. leikhluta í þriðju undanúrslitaviðureign KR og Snæfells er 19-23 Snæflel í vil en fyrsti leikhluti hefur verið opinn og skemmtilegur. Morgan Lewis hefur farið mikinn þessar 10 fyrstu mínútur og er kominn með 12 stig hjá KR en Jón Ólafur Jónsson er kominn með 7 stig hjá Snæfell.
 
Ljósmynd/ Birnir Sær BjörnssonMorgan Lewis með stjörnutakta í fyrsta leikhluta.
Fréttir
- Auglýsing -