spot_img
HomeFréttirCeltics unnu Bucks

Celtics unnu Bucks

Boston Celtics unnu sigur á Milwaukee Bucks í hörkuleik í nótt, 90-105, og hafa ekki enn sagt sitt síðasta í baráttunni um þriðja sætið í Austurdeildinni. Þeir eru einum sigri á eftir Atlanta, sem vann einnig sinn leik í nótt, 95-105, gegn Washington Wizards.
Í Vesturdeildinni færðust Dallas Mavericks nær því að tryggja annað sætið með öruggum sigri á Sacramento Kings, 108-126, og ekki sakaði að þeirra helstu keppinautar, Denver Nuggets, töpuðu fyrir SA Spurs, 85-104.
 
 
Charlotte 99 Detroit 95
Washington 95 Atlanta 105
Indiana 115 New Jersey 102
Memphis 101 Philadelphia 120
Milwaukee 90 Boston 105
Denver 85 San Antonio 104
Sacramento 108 Dallas 126
LA Clippers 107 Golden State 104
 
Fréttir
- Auglýsing -