Nú fer sá tími að renna í hlað þegar félögin gera upp tímabilið. Á laugardagskvöld var lokahóf Hauka en þar voru þau Sævar Haraldsson og Telma Fjalarsdóttir valin mikilvægustu leikmenn tímabilsins. Frá þessu er greint á heimasíðu Hauka.
Á heimasíðu Hauka kemur einnig fram að Marel Örn Guðlaugsson og Lúðvík Bjarnason eru hættir að spila en Marel er leikjahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla frá upphafi.
Fleiri verðlaun voru veitt á hófinu en hægt er að lesa um það hér.
Þeir sem eru með upplýsingar um fleiri lokahóf mega senda það á [email protected]
Mynd: Sævar Haraldsson og Telma Fjalarsdóttir á lokahófinu – www.haukar.is



