Valur Ingimunarson er kominn á þjálfaramarkaðinn á nýjan leik eftir að hafa verið í burtu eina keppnistíð. „Ég er klár í slaginn, betri og hressari en nokkru sinni,“ sagði Valur í samtali við Víkurfréttir á Suðurnesjum.
Valur hætti sem kunnugt er með þjálfun Njarðvíkurliðsins í fyrra og bróðir hans, Sigurður, tók við liðinu. Valur átti við veikindi að stríða en fór ekki hátt með það. Komst eftir viðtöl við lækna og rannsóknir í endurhæfingu á lungnadeild Reykjalundar um áramótin og er að ljúka þar núna sex vikna prógrammi.



