spot_img
HomeFréttirGunnar: Ef Pavel spilar vel þá vinnur KR

Gunnar: Ef Pavel spilar vel þá vinnur KR

 
Þjálfari ÍR í Iceland Express deild karla, Gunnar Sverrisson, þekkir afl KR-inga en ÍR lá 2-0 gegn KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Karfan.is ræddi við Gunnar um oddaleik KR og Snæfells í kvöld en Gunnar sagði m.a. að Pavel væri sá leikmaður í dag sem færir KR sigur á góðum degi.
,,Það þarf ekki að taka það fram að leikurinn verður bara hrein skemmtun, stigaskor frekar lítið, liðin munu skiptast á að hafa forystu og hver veit nema þetta endi í framlengingu. Það væri rökrétt framhald miðað við fyrri leiki. En þó að ég reyni hér að spá í eitthvað sem koma skal þá get ég því miður ekki sagt hvaða kúlur koma upp úr lottó-maskínunni á laugardaginn,“ sagði Gunnar og hann er ekki í vafa um hvaða leikmaður eigi mest inni.
 
,,Sá leikmaður sem á "mest inni" er Brynjar í KR. Síðan Steinar Arason "klippti" hann út í okkar rimmu með frábærum varnarleik, og Snæfell hefur haldið því áfram, hefur hann ekki komist í takt við sóknarleik KR. Ef KR-ingar finna hann í sókninni, spila hann uppi og hjálpa honum af stað þá getur það leitt til þess að KR-ingar vinni þetta einvígi. Á móti hefur Burton hjá Snæfelli verið í vandræðum varnarlega, á erfitt með að finna mann til að dekka. Ef hann gæti hjálpað meira til í vörninni þá munar um minna í leik sem þessum því það eru bara fimm leikmenn inn á í einu,“ sagði Gunnar en hvaða áherslur verða þjálfararnir með í kvöld?
 
,,Það sem þjálfarnir munum leggja áhersu á er örugglega svipað og þeir hafa gert í fyrri leikjum. KR-ingar þurfa að koma í veg fyrir að Hlynur verði alsráðandi inn í teig, ekki hleypa 3ja stiga skyttum Hólmara í gang í upphafi leiks og koma í veg fyrir sóknarfráköst Snæfells. Snæfell mun væntanlega reyna að hægja á leik heimamanna því þeir vilja hraðan leik. Stöðva Morgan í hraðaupphlaupum. Halda áfram að spila góða vörn á Brynjar og leyfa honum ekki að komast í takt við leikinn. Síðan er það Pavel sem virðist vera sá leikmaður í dag, ef hann spilar vel þá vinnur KR. Þeir munu væntanlega reyna "breyta" hans leik eins og þeim hefur tekist nokkuð vel upp í síðustu leikjum.“
 
Fréttir
- Auglýsing -