spot_img
HomeFréttirKR-Snæfell: Snæfell í úrslit eftir 83-93 sigur

KR-Snæfell: Snæfell í úrslit eftir 83-93 sigur

 
Oddaviðureign KR og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Það lið sem hefur sigur í leiknum mætir Keflavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Karfan.is fylgist með gangi mála og uppfærir stöðuna milli leikhluta ásamt því að segja stuttlega frá hverjum leikhluta fyrir sig.
Lokatölur: KR 83-93 Snæfell
Það verða Snæfell og Keflavík sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn þar sem Snæfell var rétt í þessu að vinna KR í oddaleik í undanúrslitum 83-93. KR gerði heiðarlega tilraun í fjórða leikhluta til þess að stela sigrinum en Hólmarar slitu sig aftur frá þeim á lokasprettinum eftir magnaðar lokamínútur og höfðu að lokum sigur.  – Nánar verður fjallað um leikinn síðar…
 
3. og 4 leikhluti
Staðan er 80-84 fyrir Snæfell og 1 mínúta til leiksloka. Allt útlit var fyrir öruggan Snæfellssigur sem leiddu 53-73 eftir þriðja leikhluta en Íslandsmeistararnir hafa átt skuldlausar fyrstu 9 mínúturnar í fjórða leikhluta og verður spennandi að sjá hvoru megin sigurinn dettur – það er allt að verða vitlaust í DHL-Höllinni.
 
Helstu tölur í hálfleik:

Snæfell:
Sigurður Þorvaldsson 16 stig/6 fráköst
Hlynur Bæringsson 8 stig/ 4 fráköst
Martins Berkis 8 stig/ 2 stoðsendingar
 
KR: 
Brynjar Þór Björnsson 8 stig/ 1 stoðsending
Finnur Atli Magnússon 8 stig/ 2 fráköst
 
2. leikhluti
Snæfell leiðir 43-54 í hálfleik gegn KR þar sem Sigurður Þorvaldsson er að reynast KR illur viðureignar og er kominn með 16 stig. Hjá KR eru Brynjar Þór Björnsson og Finnur Atli Magnússon komnir með 8 stig. KR vörnin hefur ekki fundið taktinn gegn sóknarleik Hólmara sem er bæði fjölbreyttur og beinskeyttur. Stigaskorið er að dreifast vel því alls eru 16 leikmenn búnir að skora í fyrri hálfleik. Heimamenn verða þó að þétta vörnina fyrir síðari hálfleik enda ekki á hverjum degi sem Vesturbæingar fá á sig 54 stig í hálfleik.
 
1. leikhluti
Snæfell leiðir 21-30 að loknum fyrsta leikhluta. Hlynur Bæringsson er kominn með 7 stig hjá Snæfell en Skarphéðinn Ingason kom klár af bekk KR og er kominn með 6 stig sem og Brynjar Þór Björnsson. Undir lok leikhlutans skiptust liðin á þristum og sýnir stigaskorið að varnir beggja liða voru kannski aðeins seinni í hús en sóknarleikurinn.

Stemmningin er flott í DHL-Höllinni og húsið við það að fyllast. Nú þegar tæpar 10 mínútur eru í leik streymir fólk enn í húsið og stuðningssveitir beggja liða hafa látið vel í sér heyra síðustu mínúturnar.

Byrjunarliðin:

 
KR: Pavel Ermolinskij, Brynjar Þór Björnsson, Morgan Lewis, Finnur Atli Magnússon og Fannar Ólafsson.
 
Snæfell: Sean Burton, Emil Þór Jóhannsson, Sigurður Á. Þorvaldsson, Jón Ólafur Jónsson og Hlynur Bæringsson.
 
Dómarar leiksins: Sigmundur Már Herbertsson og Kristinn Óskarsson
 
Ljósmynd/ Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fagnaði sigrinum gríðarlega á sínum gamla heimavelli í Vesturbænum.
Fréttir
- Auglýsing -