Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Fjölnis fór fram á dögunum þar sem þau Gréta María Grétarsdóttir og Ægir Þór Steinarsson voru valin bestu leikmenn meistaraflokka félagsins tímabilið 2009-2010. Þá var Ægir Þór einnig útnefndur afreksmaður Fjölnis af aðalstjórn félagsins.
Meistaraflokkur karla:
Ægir Þór Steinarsson – Besti leikmaðurinn
Ingvaldur Magni Hafsteinsson – Besti varnarmaðurinn
Jón Sverrisson – Mestar framfarir
Meistaraflokkur kvenna:
Gréta María – Besti leikmaðurinn
Eva María Emilsdóttir – Besti varnamaðurinn
Erla Sif Kristinsdóttir – Mestar framfarir
Karl West Karlsson




