spot_img
HomeFréttirJakob leikmaður ársins hjá Eurobasket

Jakob leikmaður ársins hjá Eurobasket

 
 
Landsliðsbakvörðurinn Jakob Örn Sigurðarson er að uppskera þessa dagana eftir magnaða leiktíð með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Sundsvall datt út í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni á dögunum en Jakob hefur verið einn fremsti leikmaður liðsins þessa leiktíðina. Jakob var af vefsíðunni Eurobasket.com valinn leikmaður ársins í sænsku úrvalsdeildinni, besti Evrópuleikmaðurinn og besti bakvörður ársins.
Þá var Jakob í liði ársins ásamt þeim Kenneth Grant, Joakim Kjellbom og George Gervin í Norrköping sem og Gordon Watt í Uppsala Basket.
 
Tölurnar hjá Jakobi á leiktíðinni voru ekki af verrri endanum en hann gerði 17,8 stig að meðaltali í leik og gaf 3,6 stoðsendingar og hver getur þá gleymt tveimur mögnuðum flautukörfum sem Jakob splæsti í á leiktíðinni.
 
Fréttir
- Auglýsing -