Nú um helgina stendur yfir fyrri hluti úrslitakeppni yngri flokka í Smáranum. Hófst hún með tveimur hörkuleikjum í 9. flokki kvenna þar sem Keflavík og Breiðablik komust áfram í lokauppgjör um titilinn.
Blikar hafa ákveðið að senda beint út frá leikjum helgarinnar og hófust útsendingar kl. 09:00 í morgun þegar 10. flokkur karla hóf leik.
Útsendingarnar fara fram í góðri samvinnu við KR TV og er hægt að nálgast þær á vefþjóni þeirra Vesturbæinga. Til að byrja með verða undanúrslitaleikirnir einungis sýndir án þess lýsingar en þaulvanir þulir taka við stjórninni í úrslitaleikjunum sjálfum. Fyrsti úrslitaleikur hefst kl. 19:00 í kvöld hjá 9. flokki kvenna.



