Bjarki Oddsson og Erna Rún Magnúsdóttir voru valin bestu leikmenn tímabilsins hjá Þór Akureyri en lokahóf meistaraflokkanna fór fram á laugardagskvöld. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs.
Verðlaunahafar kvöldsins:
Mfl. kv.
Mestu framfarir – Súsanna Karlsdóttir
Dugnaðarforkurinn – Linda Hlín Heiðarsdóttir
Besti varnarmaðurinn – Erna Rún Magnúsdóttir
Besti leikmaðurinn – Erna Rún Magnúsdóttir
Mfl. kk.
Mestu framfarir – Páll Halldór Kristinsson
Dugnaðarforkurinn – Elvar Þór Sigurjónsson
Besti varnarmaðurinn – Björgvin Jóhannesson
Besti leikmaðurinn – Bjarki Ármann Oddsson
Myndir: Erna Rún Magnúsdóttir og Bjarki Ármann Oddsson voru best í vetur hjá Þór – Páll Jóhannesson




