spot_img
HomeFréttirKeflavík 1-0 Snæfell: Lokatölur 97-78

Keflavík 1-0 Snæfell: Lokatölur 97-78

 
Keflavík er komið í 1-0 í úrslitarimmunni gegn Snæfell eftir yfirburðasigur í fyrsta leik liðanna í Toyota-höllinni. Lokatölur í þessum fyrsta leik liðanna voru 97-78 Keflavík í vil. Nánar verður greint frá leiknum síðar.
4. leikhluti
Eftir magnaðan þriðja leikhluta var sá fjórði aðeins formsatriði fyrir Keflvíkinga og sú varð raunin og lokatölur 97-78 Keflavík í vil. Þrír liðsmenn Keflavíkur voru með 20 stig í kvöld en það voru þeir Hörður Axel, Draelon Burns og Uruele. Hjá Snæfell var Hlynur Bæringsson með 22 stig. Frábær sigur hjá Keflavík gegn andlausum Hólmurum og leikur tvö næstur á dagskrá á fimmtudag í Stykkishólmi.
 
3. leikhluti
Staðan er 82-59 Keflavík í vil eftir 30 mínútna leik og nokkuð ljóst í hvað stefnir. Heimamenn hafa verið miklu betri og unnu þriðja leikhluta 26-18. Hólmarar eiga engin ráð gegn frábærum leik heimamanna og síðastur til að stíga á stokk í liði Keflavíkur var Gunnar Stefánsson sem kom með tvo þrista í röð á síðustu sekúndum leikhlutans. Fjórði leikhluti var að hefjast og fátt annað en kraftaverk getur bjargað Snæfell frá tapi í þessum leik enda heimamenn í stuði.
 
2. leikhluti
Keflavík leiðir 53-41 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í Toyotahöllinni. Nokkuð hægðist á stigaskorinu í öðrum leikhluta og liðin þéttu varnirnar. Keflvíkingar voru þó áfram við stjórnartaumana þar sem Hörður Axel er kominn með 15 stig í liði Keflavíkur og þá er Hlynur Bæringsson með 15 stig og 8 fráköst hjá Snæfell. Gestirnir úr Stykkishólmi hafa verið að hitta fremur illa en frákasta þó betur en Keflvíkingar en heimamenn eru hvergi bangnir og keyra stíft í teiginn hjá Hólmurum.
 
1. leikhluti
Keflavík leiðir 32-23 eftir fyrsta leikhluta en Snæfell komst í 5-0 en þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra. Vörn gestanna hefur verið hriplek í þessum fyrsta leikhluta en á heildina var þetta opinn og skemmtilegur leikhluti. Draelon Burns og Hörður Axel eru komnir með 10 stig hjá Keflavík en Hlynur Bæringsson 8 stig í liði Snæfells.
 
Byrjunarliðin:
 
Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson, Draelon Burns, Gunnar Einarsson, Uruele Iagbova og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
 
Snæfell: Sean Burton, Emil Þór Jóhannsson, Sigurður Á. Þorvaldsson, Jón Ólafur Jónsson og Hlynur Bæringsson.
 
Dómarar leiksins: Sigmundur Már Herbertsson og Egger Aðalsteinsson
 
Ljósmynd/ Það er fjölmennt í Toyota-höllinni
Fréttir
- Auglýsing -