Karfan.is náði í skottið á Jeb Ivey sem var nýlagður af stað frá Helsinki í Finnlandi til Stokkhólms þaðan sem hann mun fljúga á morgun. Vissulega erfiður sólarhringur hjá kappanum þar sem hann mun nánast lenda og klæða sig í rauða Snæfellsbúning við lendingu. Keflvíkingar þekkja þessa afgreiðslu væntanleag best þar sem Jesse Pellot Rosa lék nánast sama leik fyrir rúmu ári síðan.
"Þetta kom mjög snöggt upp og ég gat ekki hafnað þessu tækifæri að koma aftur til Íslands, ég hlakka bara til." sagði Jeb við Karfan.is Aðspurður um hvort hann vissi nákvæmlega að hverju hann gengi hafði kappinn þetta að segja " Ég náttúrulega þekki íslenska boltann mjög vel og það ætti að hjálpa mér að einhverju leiti. En þetta er körfubolti og vonandi get ég hjálpað liðinu í að landa stóra titlinum. Ég spilaði gegn þessum köppum í Snæfell þegar ég var hér síðast og þekki því aðeins til þess að spila gegn þeim. Nú spila ég með þeim og þetta verður bara gaman" sagði Jeb Ivey sem hafði skamman tíma til viðtals vegna þess að ferjan var um það bil að detta úr tal sambandi.
Aðeins 5 leikmenn Snæfells eru enn í liðinu síðan Jeb spilaði síðast á Íslandi, þeir Jón Ólafur Jónsson (Mæju), Hlynur Bæringsson, Sigurður Þorvaldsson, Gunnlaugur Smárason og Sveinn A Davíðsson.



