Í kvöld fer fram önnur viðureign Keflavíkur og Snæfells í úrslitum Iceland Express deildar karla. Staðan í einvíginu er 1-0 Keflavík í vil eftir öruggan sigur á Snæfell í fyrsta leik liðanna í Toyota-höllinni. Leikur kvöldsins verður í beinni á Stöð 2 Sport og þá mun Karfan.is að sjálfsögðu vera á staðnum og uppfæra stöðu og helstu tíðindi eftir hvern leikhluta.
Ef allt gengur að óskum í flugsamgöngum til Íslands verður Jeb Ivey í Snæfellsbúning í kvöld en eins og greint var frá í gær tekur hann stöðu Sean Burton sem er meiddur.
Keflvíkingar ætla sér að fjölmenna í Hólminn í kvöld og bjóða upp á rútuferðir frá Keflavík þar sem mæting er í Toyota-höllina kl. 14:45 og miðaverð í rútuna er kr. 1000,- fyrstir koma fyrstir fá.
Snæfell-Keflavík
Leikur 2
Fjárhúsið í Stykkishólmi
Kl. 19:15 í kvöld
Fjölmennum á völlinn!



