Aaron Brooks, leikstjórnandi Houston Rockets, hlaut í gær framfaraverðlaun NBA. Brooks er á þriðja ári sínu í deildinni og hefur sannarlega blómstrað sem leiðtogi Houston í fjarveru Yao Mings.
Hann skoraði 19,6 stig að meðaltali í leik, gaf 5,3 stoðsendingar og tók 2,6 fráköst, sem er það besta á ferli hans í öllum tölfræðiflokkum. Hann hefur bætt sig stöðugt sem skytta á sínum þremur árum og setti liðsmet með 209 þriggja-stigakörfum í vetur.
Brooks hlaut yfirgnæfandi kosningu þar sem hann fékk 403 stig af 615 mögulegum, en jafnir í öðru sæti voru Kevin Durant, Marc Gasol og George Hill, allir með 101 stig.
Brooks sagðist við afhendinguna vera glaður yfir að fá þessa viðurkenningu, þó hann vildi gjarna hafa verið í úrslitakeppninni, og sagði sitt næsta takmark vera að komast í stjörnulið NBA.



