"Já ég get staðfest að Nick er komin með leikheimild með okkur. En vonandi þarf ég ekki að grípa til þess ráðs að þurfa að nota hann. Það er agalega leiðinlegt að þurfa að standa í svona löguðu á þessum tímapunkti." sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflvíkinga nú fyrir stundu við Karfan.is
"Þetta er algerlega háð því hvort Draelon muni vera leikfær og það kemur ekkert í ljós fyrr en bara á morgun. EF hann er það ekki þá mun Nick vera með okkur. Við getum náttúrulega spilað kanalausir en þá augljóslega vantar mig einn leikmann. Af tveimur slæmum kostum, þ.e að spila án kana eða hafa Nick þá held ég að það sé augljóst hvor kosturinn sé skárri. " sagði Guðjón ennfremur.
Það má því segja að bæði liðin í úrslitum þetta árið séu komin með "Njarðvíkinga" í sínar raðir. Þess má einnig geta að Jeb Ivey og Nick Bradford hófu tímabilið í sama liðinu í Finnlandi áður en Nick var látinn fara.



