spot_img
HomeFréttirNjarðvík í úrslit eftir tvíframlengdan leik

Njarðvík í úrslit eftir tvíframlengdan leik

 
Síðari úrslitahelgin í yngri flokkum er í fullum gangi í Smáranum í Kópavogi og fyrir skömmu voru Njarðvíkingar að tryggja sér sæti í úrslitum á morgun eftir tvíframlengda spennuviðureign gegn KR.
Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 80-80 svo framlengja varð en að lokinni fyrstu framlengingu var enn jafnt og staðan 86-86. Það var svo Valur Orri Valsson sem tryggði Njarðvíkingum sigurinn á vítalínunni þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Martin Hermannsson fékk tækifæri til þess að stela sigrinum fyrir KR en þriggja stiga skot hans geigaði þegar ein sekúnda var eftir af leiknum.
 
Valur Orri átti stóran dag í liði Njarðvíkinga með 30 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Næstur honum var Maciej Baginski með 28 stig og 11 fráköst. Matthías Orri Sigurðarson skoraði 31 stig fyrir KR og gaf 7 stoðsendingar og Kristófer Acox var með 21 stig og 25 fráköst fyrir KR.
 
Ljósmynd/ Úr safni: Valur Orri Valsson tryggði Njarðvíkingum sigurinn á vítalínunni gegn KR í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -